Gömlu tímarninr snúa aftur: Íslensk hryllingssaga (blogg 5) Dan Watt og Gunnhildur Gudbjornsdottir

Rate this post

Gömlu tímarninr snúa aftur: Íslensk hryllingssaga (blogg 5) Dan Watt og Gunnhildur Gudbjornsdottir

íslensk þýðing Eyjafjallajökull er eldfjall hulið jökli. Árið 2010 uppgvötaði Veðurstofa Íslands bergkviku undir jarðskorpunni sem fyllti kvikuhólf eldfjallsins og olli 3000 litlum jarðskjálftum og flóðum. Annað eldgos á stuttum tíma þeytti gosmekki og ösku fleiri kílómetra upp í loftið og truflaði flugumferð í Evrópu, þó það hafi ekki haft mikil áhrif á flug frá Íslandi.

Brynhildur gekk í þungum þönkum snemma morguns að hænsnakofanum með bakka undir egg. Hænsnakofinn stóð í brekku milli tveggja steindranga. Steindrangarnir voru báðir mosagrónir, sem leit út eins og hár á risavöxnu fólki. Á grasivöxnu þakinu stóð einn unghaninn. Það kom henni á óvart, því það voru tveir hænsnakofar, annar sem undaneldi og þessi, sem var ætlaður fyrir hænur sem verptu ófrjógvuðum eggjum. Hann leit út eins og hann væri að gæta hænsnanna, eða eitthvers annars. Hún talaði blíðlega til hænsnanna á meðan hún safnaði eggjunum áður en hún fór með þau inni í eldhús, þar sem móðir hennar var að baka pönnukökur. Brynhildur fylgdist með móður sinni strá sykri á hverja köku, áður en hún setti næsta lag ofan á. Ljóst hár móður hennar var tekið saman i hnút og hún var í bláum bómullarbol og bláum gallabuxum Brynhildur flissaði yfir því sem var skrifað aftan á bol móður hennar. ÁFRAM MEÐ SMJÖRIÐ! Móðir hennar sneri sér við og brosti. Brynhildur skoðaði andlit hennar, sem var svo líkt hennar eigin. Augu móður hennar voru ísblá og ekki vottaði fyrir grænu í þeim. Þegar hún brosti voru augntennur hennar langar og áberandi. Hún líktist svo sannarlega meira móður sinni en föður. Brynhildur setti bakkann með eggjunum inn í ísskáp sem stóð næst dyrunum inn í stofu og spurði, „heldur þú að það sé eitthvað til í sögum ömmu og afa um Grýlu, sem borðar óþekku börnin.Kannski var einhver hræðileg kona á Íslandi sem gerði það í alvörunni í gamla daga?“ „Miðað við hvað þú hlustar sjaldan á okkur pabba þinn, kemur það mér á óvart að hún skuli ekki hafa étið þig fyrir löngu. Faðir þinn sagði mér frá hellinum, Bryn,“ sagði móðir hennar ástúðlega en alvarlega. „Þú ert einkabarn okkar og þegar þú giftir þig, munt þú taka við búinu, ásamt manni þínum. Það er mikilvægt að þú haldir við hefðinni, þó þú sjáir hvorki né heyrir það sem þar faðir þinn gerir í hellinum. Hann fór að tala við Jöðurr bóksala í dag. Svo við tvær ætlum að heimsækja langömmu við Skessuhorn. Hún er með eitthvað fyrir þig.“ Móðir hennar starði út um eldhúsgluggann, úr toppi Eyjafjallajökuls kom reykur. „Hlutirnir eru að breytast Bryn og ég þarf að fara með íg á Skessuhorn til að sanna að það sé ekki bara faðir þinn sem er bilaður.“

Tags: , , ,

Leave a Reply

Discover more from BookPress

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading