The Time Before Is Again: An Icelandic mystery-horror (Blog 6) Dan Watt and Gunnhildur Gudbjornsdottir (the Icelandic translation may take longer)
Jöklar Íslands hopa um metra á ári hverju, rétt eins og í Kanada, Rússlandi og annarsstaðar í heiminum. Það sem mun koma í ljós við bráðun þeirra gæti verið áhugavert, svo sem útdauðar verur, fornir munir og sjúkdómar.
Brynhildur teygði úr handleggjunum á leið hennar með móður sinni að rútustöðinni. Það var hlýtt, 14 gráður, og hún var einungis í skærbláum físjakka sem hún hafði frárenndan utanyfir bláum stuttermabol með áletruninni: „Betra er autt rúm en illa skipað“. Bláu gallabuxurnar voru aðeins slitnar yfir hnén, en þetta voru bestu buxurnar og hún var að fara að hitta ömmu. Fólk kinkaði kolli til þeirra, er þær gengu framhjá, en enginn nam staðar til að spjalla. Andlitstillit móður hennar var vingjarnlegt en strangt. Ákveðið augnaráðið varð til þess að ísblá augunun glömpuðu í sólinni. Þær greiddu fyrir farmiða á stöðinni og klifu um borð í vetnisknúinn tveggja hæða Hop-Off-Hop-On vagninn. „Sestu í gluggasætið“ bað móðir hennar „ég útskýri á leiðinni.“ Á leiðinni að Skessuhorni horfði Brynhildur á hæðir, ár og stöðuvötn þjóta hjá. Móðir hennar sagði frá fólkinu á Íslandi með sinni tónfögru röddu. Forfeður mínir komu frá Noregi og það er þeim sem þú líkist. Þeir settust að í þorpum á Írlandi og í Skotlandi. Til að byrja með gerðu þeir Skota og Íra að þrælum, en stofuðu síðar fjölskyldur með þeim. Faðir þinn líkist Skotunum og Írunum. Þessi blandaði hópur kom til Íslands í kringum 930. En annað slagið koma upp rökræður um innfædda Íslendinga sem fáir þekkja og trúa á. Risar, tröll, skessur, álfar og huldufólk; fólkið úr sjónum selafólkið. Sagan segir að tröllin og skessurnar hafi fangað og blandast fólki af norrænum uppruna, á meðan huldufólkið og afar sjaldan selafólkið, þeim af írskum og skoskum uppruna. En núna er heimsmyndin að breytast. Jöklarnir bráðna og höfin hitna, það sem liggur í dvala grafið undir ísnum kemur í ljós og vaknar enn á ný!
Tags: Ísland ráðgáta, Íslensk dularfullur hryllingur, Íslenskar goðafræðilegar skepnur