Tíminn áður er aftur: Íslenskt leyndardómur hryllingur (Blog 7) Dan Watt og Gunnhildur Guðbjornsdóttir (þýðingin getur tekið lengri tíma)

Rate this post

Skessuhorn er fjall í Borgarfirði, á vestur hluta landsins. Skessuhorn er um það bil 967 metrar á hæð og lítur út eins og aflangur píramídi, með þrepum eða stöllum.

Brynhildur starði í fjarskann, þegar rútan nálgaðist endastöðina í Borgarfirði. Hún dáðist að bröttum hlíðum Skessuhorns, hvernig fjallið myndaði aflangan píramída. Amma hennar bjó á gömlum sveitabæ við rætur fjallsins og á þeim hálftíma sem tók þær mæðgur að ganga að bænum velti hún því fyrir sér hvort eitthvað eða einhver í fortíðinni hefði grafið út stallana í fjallinu. Nútíma vélar myndu ráða við það, en í gamla daga voru varla til tæki til þess. Grasið var hátt í aflíðandi hlíðunum og hún fann hvernig hitastigið féll þegar hús ömmu birtist. Húsið var gamalt sveitabýli úr steini, framhliðin súkkulaðibrúnn viður. Þakið var grasivaxið og bratt, upp úr skorsteininum liðaðist reykur.Sitt hvoru megin við rauða útidyrahurð voru hvítir gluggar, með fjórum rúðum hvor. Búlduleitt andlit með ísbláum augum starði á þær gegnum annann gluggann. Hún var komin út, áður en mæðgurnar náðu að útidyrunum. Hún var í hvítri ullarpeysu með ljósbláu mynstri, bláum gallabuxum og strigaskóm. Hún var hærri en bæði Brynhildur og mamma hennar og faðmlag hennar var þétt og kraftmikið. Þegar inn var komið krafðist amma að þær mæðgur settust niður við eldhúsborðið úr birki a meðan hún hitaði vatn í te í yfir litlum eldi sem logaði í arninum. Brynhildi þótti vænt um gamaldags birkieldhúsborðið og stólana sem voru í kring. Einu trén sem voru upprunaleg á Íslandi, fyrir utan birki voru ösp og reynir. Þau voru þó svo sjaldgæf að þau voru einungis notuð í eldivið þegar þau dóu. Eftir að aðalbláberjeteið hafði verið drukkið, sá Brynhildur ömmu fara inn í herbergið sitt. Þegar hún kom út hélt hún á risastóru eggi, sem virtist vera búið til úr bláu og glæru efni, sem fléttaðist hvert inn í annað og myndaði mynstur. Það var svo stórt að amma þurfti að halda á því með báðum höndm. „Hvað er þetta amma?“ spurði Brynhildur, heilluð af fegurð eggsins. „Þetta er blátt kalkspat egg, Bryn,“ svaraði amma hennar og brosti dapurlega. „Þú þarft að finna helli tröllsins í miðjum hlíðum Skessuhorns.“

Tags: ,

Leave a Reply