Gömlu tímarninr snúa aftur: Íslensk hryllingssaga (blogg 4) Dan Watt og Gunnhildur Gudbjornsdottir (íslensk þýðing)

Rate this post

Gömlu tímarninr snúa aftur: Íslensk hryllingssaga (blogg 4) Dan Watt og Gunnhildur Gudbjornsdottir (íslensk þýðing)

Tröllin Berþór og Hrefna bjuggu í Bláhvammi við Bláfjall. Hrefnu líkaði ekki nýju kirkjurnar og flutti að rótum Langjökuls. Bergþóri var sama um kirkjurnar og bjó áfram í Bláhvammi inni í helli.Hjónin hittust stöku sinnum, þar sem bæði veiddu silung í Hvítárvatni. A Traveller’s Guide to Icelandic Folk Tales by Jón R. Hjálmarsson.

 

Brynhildi langaði að spyrja föður sinn um hið grannvaxna huldufólk og veiku stúlkuna, en hún vissi að hann hélt að hún gæti hvorki séð þau né heyrt. „Ég veit að þú heldur að pabbi þinn sé bilaður að tala við ósýnilegt fólk, en gerðu það ekki segja neinum frá því“ sagði faðir hennar þegar þau gengu til baka að bílnum í ljósri júlínóttunni, sem verður aldrei meira en rökkvuð. „ En þú ert meira mamma þín en pabbi gamli, svo mér mun aldrei takast að sannfæra þig um að ég sé ekki svolítið klikkaður“ „Ég skal ekki segja neinum að þú sért að tapa vitinu“ sagði hún og reyndi að hljóma kaldhæðin, en án sannfæringar. “Eru einhverjar þjóðsagnaverur sem ég get séð?“ Spurði hún þvi hún var enn að hugsa um stúlkuna undir teppinu. „Já. Íslendingar fæddir með blá augu og mikinn líkamlegan styrk eru taldir vera komnir af tröllum, sem hafa eignast afkvæmi með mannfólki“. „Erum við mamma skyldar Grýlu og Leppalúða?“ rödd hennar skræk af geðshræringu. „Nei, nei, ekki frekar en þú eignist þrettán syni sem valda óskunda um jólaleytið“ sagði faðir hennar um leið og hann opnaði farþegadyrnar fyrir hana „Guði sé lof, ég myndi ekki vilja að mamma æti þig einn daginn“ Faðir hennar leit á hana með glettni í svipnum. Andlit hans varð alvarlegt þegar hann starði djúpt í augu hennar. „Það vottar aðeins fyrir grænum lit í kringum augasteininn á þér“ Hann varð þögull og hugsi á svip. „Hverjum er ég þá skyld?“ Spurði hún, er þau óku eftir þjóðvegi eitt að býli þeirra í Ásólfsskála. Í rökkrinu sá hún móta fyrir trjálausum hæðunum. „Kannski afkomendur Bergþórs og Hrefnu frá Bláfelli. Bergþór var alltaf góður við mannfólkið, sem á annað borð lét hann í friði. Eða Kráku frá Bláhvammi.“ „Kráka“ kallaði Brynhildur. „þarf ég að fanga mann, neyða hann til að elska mig, meðan ég smyr hann í olíu og breyta honum í tröll eins og mig?“ Faðir hennar leit í áttina til hennar og yppti öxlum. „Hvernig heldur þú að mamma þín hafi náð í mig?“

Tags: , , , ,

Leave a Reply

Discover more from BookPress

Subscribe now to keep reading and get access to the full archive.

Continue reading