Tíminn fyrir er kominn aftur: Íslenskur dularfulla hryllingur frá Gunnhildi Guðbjörnsdóttur og Dan Watt (blogg 2)

Rate this post

Blogg 2 Drangurinn er staður, þar sem talið er að íslenskir bændur hafi farið með kálffullar kýr til burðar undir vökulu augnaráði huldufólks. Íslenska kýrin getur verið í sex mismunandi litum og er talin hafa komið til landsins fyrir um þúsund árum. Brynhildur klappaði kviðinn á Dagbjörtu, meðan hún leiddi hana niður rampinn á Artic Trucks rafmagnsbílnum. Hún hélt lauslega í tauminn á kúnni og elti föður sinn að Drangnum. Í fölnandi birtunni glitti aðeins í rauðbröndótta lit kápunnar hennar. „Flýttu þér Brynhildur“ sagði pabbi hennar í svalri júlínóttunni. „Við þurfum að koma henni að Drangum áður en rökkrið skellur á“ Pabbi hennar var ekki jafn hávaxinn og margir íslenskir karlmenn, svo dóttir hans efaðist um að hann væri skyldur Skessunni á Arnavatnsheiði, en kannski rann blóð hins fíngerðara huldufólks í æðum hans, sem gæti einmitt útksýrt það nafn sem foreldrar hans höfðu gefið honum: Búi. Brynhildur var nú þegar hærri en hann og þreknari, eins og mamma hennar. „Hvers vegna komum við alltaf með Dagbjörtu og aðrar kálffullar kýr hingað? Og skiljum þær eftir? Er það ekki hættulegt?“ spurði hún fyrir framan risavaxinn hamarinn sem gnæfði yfir þeim. Til hliðanna rétt sá hún glitta í Hrútafell og hluta Eyjafjalla. Hann strauk löngum grönnum fingrum sínum í gegnum ljóst, úfið hárið og sagði „Ég er ekki viss um að þú sért tilbúin að vita það“ Þótt augu hennar væru ísblá eins og móður hennar, hafði hún erft ljóst hár föður síns. Það var sítt og hún lét það falla í óstýrlátum lokkum á meðan hún hjálpaði föður sínum á bænum. En hún hafði ekki erft fíngerða líkamsbyggingu hans, né langa útlimi og fingur. Hún var há og sterklega vaxin. Líkari norskum forfeðum sínum, en breskum. En henni fannst líka að Íslendingar skæru sig úr frá öðrum Evrópubúum. Henni hafði alltaf fundist blóð Íslendinga bundið landinu sjálfu. Þau nálguðust innganginn að hellinum. „Ég er nógu gömul“ sagði hún og lyfti hökunni. Faðir hennar stundi og opnaði tvöfalda timburhliðið fyrir innganginum að hellinum. „Huldufólkið mun vaka yfir Dagbjörtu og auðvelda henni burðinn.“ „Huldufólk! Álfar?!“ nánast hrópaði Brynhildur spyrjandi. „Kallaðu þau sínu rétta nafni Brynhildur!“ sagði faðir hennar áminnandi. Brynhildur var í þann veginn að hlæja vantrúa, þegar hún skyndilega heyrði hávaða koma innan úr hellinum

Tags: , , ,